Erik Ten Hag stýrði Ajax til sigurs í hollensku úrvalsdeildinni í gær en deildin klárast um helgina. Ten Hag tekur við Manchester United í sumar.
Edwin van der Sar stjórnarformaður hjá Ajax og fyrrum markvörður Manchester United ræddi við Ten Hag á vellinum í gær.
„Erik stundum fannst mér þú vera skrýtin maður en þú fórst fram úr öllum okkar væntingum,“ sagði Van der Sar við Ten hag út á velli.
„Skemmtilegur fótbolti, undanúrslitaleikur í Meistaradeild og titlar. Þú ert að fara til félags sem er nálægt mínu hjarta. Ég óska þér alls hins besta.“
„Fjögur og hálft er góður tími, við hefðum samt viljað halda þér lengur.“