Steven Gerrard knattspyrnustjóri Aston Villa heldur áfram að dæla fjármunum í fyrirtækið Angel Revive. sem framleiðir vatn.
Angel Revive er fyrirtæki sem selur vatnsflöskur, um er að náttúrulegt vatn sem kemur úr lind í Lancashire héraði.
Gerrard lagði á dögunum eina milljón punda í verkefnið en besti vinur hans úr æsku er með fyrirtækið.
Áður hafði Gerrard lagt til 371 þúsund pund en hann á 25 prósent í fyrirtækinu sem skuldar nálægt milljón punda.
Fyrirtækið hefur ekki blómstrað eins og vonir stóðu til en Gerrard heldur áfram að dæla peningum í verkefnið og trúir á það.
Eins og sakir standa hefur Gerrard tapað miklum fjármunum á verkefninu en gæti fengið það til baka ef allt fer á flug.