Knattspyrnufólk sem leikur í Boganum er hrætt við það að meiða sig alvarlega í leikjum sem þar fara fram. Mikil umræða hefur átt sér stað um ástandið á gervigrasinu í Boganum í vetur.
Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar sleit krossband í Boganum í vetur og Breiðablik reyndi að fá Þórsara af því að spila þar í Lengjubikarnum.
Grasvöllur Þórs er ekki klár í slaginn fyrir sumarið og því fór leikur liðsins gegn Kórdrengjum á föstudag fram í Boganum.
Fannar Daði Malmquist Gíslason leikmaður Þórs og Daði Bergsson leikmaður Kórdrengja meiddust alvarlega í Boganum á föstudag. Grunur leikur á um að þeir hafi slitið krossband og knattspyrnusumarið því úr sögunni.
Farið var yfir málin í markaþætti Lengjudeildarinnar í gær en atvikin má sjá hér að neðan.