fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Rudiger búinn að semja við Real

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 10. maí 2022 18:31

Antonio Rudiger

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Rudiger, varnarmaður enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hefur samið við Real Madrid um að ganga í raðir spænska félagsins að yfirstandandi tímabili loknu.

Þjóðverjinn mun formlega ganga til liðs við Real Madrid þann 1. júlí næstkomandi en hann kemur frá Chelsea á frjálsri sölu. Samkvæmt Sky Sports skrifar Rudiger undir fjögurra ára samning við Madrídarliðið.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá því í síðasta mánuði að Rudiger hefði hafnað nýju samningstilboði Chelsea.

Rudiger hefur verið einn af lykilmönnum Chelsea undanfarin ár og John Terry, fyrrum fyrirliði liðsins, lýsti vonbrigðum sínum með yfirvofandi brottför varnarmannsins á samfélagsmiðlinum Instagram í síðasta mánuði þegar hann sagði: „Hver leyfði þessum manni að fara?

Viðskiptaþvinganir á hendur Roman Abramovich, eiganda félagsins, gerði það að verkum að ómögulegt var að framlengja samning Rudiger við Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho