Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo og eiginkona hans, Georgina Rodriguez, hafa opinberað nafn dóttur sinnar sem fæddist þann 18. apríl síðastliðinn.
Nafnið sem hún fær er Bella Esmeralda.
Eins og fjallað hefur verið um síðustu vikur lést tvíburabróðir Esmereldu við fæðingu. Fjölskyldan hefur staðið þétt saman í sorginni og sagði Ronaldo Esmereldu vera tákn um von.