fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Vill að Manchester United fylgi fordæmi Arsenal

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, vill að sitt gamla félag fari að fordæmi Arsenal nú þegar að ljóst virðist vera að Erik ten Hag verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. Ferdinand vill að Ten Hag fái tíma og stuðning til þess að snúa skútunni við á Old Trafford.

Síðustu ár hafa ekki verið góð fyrir félagið og sigurtímabilin sem liðið átti undir stjórn Sir Alex Ferguson virðast víðs fjarri.

Ferdinand segir að forráðamenn Manchester United verði að treysta Ten Hag verði hann á endanum ráðinn, rétt eins og forráðamenn Arsenal hafa gert í tilfelli Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins.

,,Manchester United leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra og vonandi mun gæfa félagsins breytast í kjölfarið. Ef maður horfir á Arsenal þá hafa þeir fundið rétta knattspyrnustjórann, þeir treysta honum og hafa leyft honum að gera hluti og taka ákvarðanir sem margir efuðust um,“ segir Rio í samtali við William Hill og bendir á brotthvarf stjörnuframherjans Pierre Emerick-Aubameyang til Barcelona.

,,Þú verður að treysta knattspyrnustjórainum og ferlinum. Vonandi mun Manchester United gera það,“ segir Rio. Hann segir að Manchester United þurfi að sætta sig við stöðuna sem félagið er í núna og byggja ofan á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Landsliðsmaður með væna pillu á samfélagsmiðlum – Spyr hvort samfélagið sé veikara

Landsliðsmaður með væna pillu á samfélagsmiðlum – Spyr hvort samfélagið sé veikara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nú ljóst hver tekur við af Moyes

Nú ljóst hver tekur við af Moyes
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“

Sjáðu groddaralega framkomu í Kórnum í kvöld: Gerði dómarinn stór mistök? – ,,GALIÐ!!!“
433Sport
Í gær

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri