fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Níu handteknir þegar United vann Leeds

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. febrúar 2022 11:07

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu aðilar voru handteknir í kringum leik Manchester United og Leeds í gær en um var að ræða handtökur fyrir leik og á meðan honum stóð.

Lögreglan segir að ekkert alvarelgt hafi átt sér stað en mikil umræða hefur verið um ofbeldi í kringum leiki á þessu tímabili.

Leeds tók á móti Manchester United í gær en um er að ræða erkifjendur. Færi voru á báða bóga framan af en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 34. mínútu. Þá skoraði Harry Maguire með skalla eftir hornspyrnu.

Bruno Fernandes bætti við marki fyrir Man Utd í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir góða skyndisókn. Leeds kom mun sterkara inn í seinni hálfleikinn og minnkaði muninn á 53. mínútu. Rodrigo átti þá það sem leit út fyrir að vera fyrirgjöf en rataði í netið. Innan við mínútu síðar jafnaði Raphinha eftir flotta fyrirgjöf Daniel James.

Það var meðbyr með heimamönnum næstu mínútur. Það var hins vegar Man Utd sem komst yfir á nýjan leik með marki Fred á 70. mínútu. Anthony Elanga innsiglaði svo 2-4 sigur gestanna eftir frábæran undirbúning Fernandes seint í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“