Þróttur varð í gær Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik, fór leikurinn fram í Egilshöll.
Reykjavíkurmótið er elsta knattspyrnumót landsins en Þróttur vann 6-1 sigur á grönnum sínum. Þegar liðið hafði fagnað og var að undirbúa sig undir það að taka á móti verðlaunum runnu tvær grímur á fólk. Enginn frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur (KRR) sem heldur utan um mótið var mættur á svæðið.
Mörgum hefur blöskrað sú framkoma sem ungu liði Þróttar var þarna sýnd en KRR útskýrir málið á þann hátt að verðlaun séu aðeins veitt þegar allir leikir mótsins eru á enda.
„Það þurfa allir að róa sig aðeins, ég hef rætt við ÍBR/KRR og þau segja mér að John Cena hafi verið að styrkja verðlaunaafhendingu,“ skrifar Nick Chamberlain þjálfari Þróttar og birtir mynd af sér.
Everyone needs to calm down a little. I’ve spoken with ÍBR/KRR and they told me John Cena was sponsoring the trophy… Jokes aside, not being there to present the trophy and then give a poor excuse shows a disgusting level of disrespect to the players. #fotboltinet #youcantseeme pic.twitter.com/v0Gr5jlgn7
— Nik Chamberlain (@NikChambers16) February 11, 2022
„Án alls gríns, að vera ekki hérna til að veita verðlaunin og koma svo með ömurlegar afskanir sem sýna ógeðslegt virðingarleysi í garð leikmanna.“