fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Svipta hulunni af því hvað gekk á bak við tjöldin þessa örlagaríku daga í Laugardalnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 09:00

Fyrrum stjórn KSÍ Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur loks svipt hulunni af því hvað gekk á bak við tjöldin þegar Guðni Bergsson formaður og stjórn sambandsins sagði af sér. Iðulega eru fundargerðir birtar skömmu eftir stjórnarfund en þeirra hefur nú verið beðið í tæpan mánuð.

Margt áhugavert kemur fram í fundargerðunum en þar segir meðal annars. „Guðni Bergsson formaður lagði fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot,“ segir í fundargerð KSÍ frá 29 ágúst

Seinna á fundinum kemur Guðni aftur til fundar eftir að stjórnin hafði fjallað um tillögu hans. „ Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis,“ segir í fundargerð stjórnar frá þessum sama degi.

Stjórnin féll svo degi síðar eftir að ÍTF fór að blanda sér í málið með yfirlýsingu um vantraust.

Fundargerð frá 9 september er einnig birt en þar kemur fram að lögmaður Kolbeins Sigþórssonar fari fram á afsökunarbeiðni. Ástæðan er sú að stjórn KSÍ bannaði Arnari Viðarssyni að hafa Kolbein í síðasta landsliðshópi Ísland. Kolbeinn var árið 2017 sakaður um ofbeldi í garð tveggja kvenna, hann hefur samkvæmt yfirlýsingu alltaf neitað sök í því máli.

„Lagt var fram erindi lögmanns fyrir hönd skjólstæðings síns þar sem krafist var að stjórn afturkallaði ákvörðun sína frá dags. 29. ágúst 2021 um að draga skjólstæðing hans úr landsliði. Á fundinn mætti utanaðkomandi lögmaður sem fór yfir drög að svarbréfi. Stjórn KSÍ gaf 1. varaformanni umboð til að ganga frá endanlegu orðalagi svarbréfs fyrir hönd stjórnar með lögmanni KSÍ;“ segir í fundargerð KSÍ frá 9 september.

Allt það sem gekk á á bak við tjöldin má sjá hér að neðan

26 ágúst:

6.4 A karla. Guðni Bergsson formaður KSÍ opnaði umræðuna og fór yfir liðið sem var tilkynnt í gær og þá endurnýjun sem á sér stað í liðinu. Rætt um komandi leiki. Þá ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.

28 ágúst:

1 Formaður boðaði til fundar til að ræða þau málefni sem upp voru komin hjá knattspyrnusambandinu (m.a. málefni landsliðsins, umfjallanir um KSÍ í fjölmiðlum, viðtal formanns í Kastljósi og erindi sem bárust til stjórnar í kjölfar þess) og hver væru næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin.
2 Þá strax óskuðu meðlimir stjórnar eftir því að viðbrögð KSÍ yrðu þau að setja umrætt mál án tafar í faglegan farveg.

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

29 ágúst:

1. Guðni Bergsson formaður hóf fundinn og reifaði aftur málin sem rædd voru á fundinum 28. ágúst.

2. Guðni Bergsson formaður lagði fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot. Rætt var ítarlega um málið.

3. Í framhaldi af því viku formaður sambandsins, Guðni Bergsson og framkvæmdastjóri Klara Bjartmarz af fundi tímabundið.

4. Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi.

5. Gísli Gíslason fyrsti varaformaður tók við stjórn fundarins.

6. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri tók sæti á fundinum og var falið að kalla saman starfsmannafund kl. 16:00. Þar yrði tilkynnt um afsögn Guðna Bergssonar formanns KSÍ, rætt um þau verkefni sem fyrir lægju og fleira.

7. Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.

8. Fulltrúar stjórnar KSÍ funduðu með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur sem gagnrýnt hafa sambandið að undanförnum. Hlé var gert á stjórnarfundi kl. 16.00-16.40 meðan stjórn fundaði með starfsfólki KSÍ.

9. Haft var samband við fráfarandi formann KSÍ og honum sagt frá stuttri tilkynningu frá KSÍ um afsögn hans auk þess sem honum voru send í tölvupósti drög að yfirlýsingu stjórnar, en fráfarandi formaður kvað yfirlýsingu frá sér bíða betri tíma.

10. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir tók sæti á fundinum og ræddi við stjórn um framhaldið. Kolbrún samþykkti að fara fyrir faghópi sem settur verður á laggirnar til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

9 september:

8. Önnur mál 8.1. Lagt var fram erindi lögmanns fyrir hönd skjólstæðings síns þar sem krafist var að stjórn afturkallaði ákvörðun sína frá dags. 29. ágúst 2021 um að draga skjólstæðing hans úr landsliði. Á fundinn mætti utanaðkomandi lögmaður sem fór yfir drög að svarbréfi. Stjórn KSÍ gaf 1. varaformanni umboð til að ganga frá endanlegu orðalagi svarbréfs fyrir hönd stjórnar með lögmanni KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert