fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo mjög hrifinn af því að hafa HM oftar

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 13. september 2021 19:15

Ronaldo / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronaldo Nazário er hrifinn af hugmynd Arsene Wenger um að spila Heimsmeistaramótið á tveggja ára fresti og telur að Ronaldo og Messi styðji einnig hugmyndina.

Wenger setti þessa hugmynd fram nýlega og eru stuðningsmenn og leikmenn á báðum áttum hvort að þetta sé góð hugmynd. Nokkrir leikmenn hafa stigið fram og sagt að álagið sé nú þegar of mikið á leikmenn og auka Heimsmeistaramót myndi reynast of mikið.

„Það væri frábært tækifæri fyrir lönd að fá tækifæri til að reyna oftar við HM, mér finnst geggjað að hafa þetta á tveggja ára fresti,“ sagði Ronaldo á ráðstefnu hjá FIFA.

„Og ef þú spyrð Messi eða Cristiano Ronaldo hvort þeir myndu vilja fleiri tækifæri til að vinna HM þá er ég viss um að þeir segðu já.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United