fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Superliga: Mikael kom inn á og skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik með AGF – Sjáðu myndbandið

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 12. september 2021 17:56

Mikael Neville Anderson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikur fóru fram í dönsku úrvalsdeild karla í dag.

Álaborg vann 3-2 útisigur á Viborg í hörkuleik þar sem Kasper Kusk skoraði sigurmark Álaborgarliðsins þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Ísak Bergmann Jóhanneson og Andri Fannar Baldursson komu báðir inn á sem varamenn í liði FCK sem hélt áfram sigurgöngu sinni með 2-0 sigri á Randers á útivelli.

William Vick og Jens Stage skoruðu mörk FCK í sitthvorum hálfleiknum. FCK hefur unnið sex og gert tvö jafntefli það sem af er tímabils og situr á toppi deildarinnar með 20 stig. Randers er í 4. sæti með 14 stig.

Þá skoraði Mikael Anderson fyrir AGF gegn Vejle í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Hann byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði eftir tæpan klukkutíma leik.

Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum og þrjú dýrmæt stig í hús fyrir AGF. Jón Dagur Þorsteinnsson lék allan leikinn í liði AGF.

Þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu sem situr í 10. sæti með 6 stig. Vejle er á botninum með 1 stig.

Markið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina