fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Allsvenskan: Jón Guðni Fjóluson í byrjunarliði Hammarby í tapi

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 12. september 2021 18:11

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby sem tapaði fyrir toppliði Djurgarden á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hammarby náði forystunni á 19. mínútu með marki frá Gustav Ludwigson en Magnus Eriksson jafnaði fyrir Djurgarden á 30. mínútu. Hjalmar Ekdal og Joel Asoro komu svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum á tveimur mínútum.

Edward Chilufya skoraði fjórða mark Djurgarden á 74. mínútu og 4-1 sigur heimamanna niðurstaða. Djurgarden er á toppnum með 37 stig eftir 18 leiki. Hammarby er í 6. sæti með 27 stig.

Tveir aðrir leikir fóru fram í sænska boltanum í dag. Kalmar vann 4-1 sigur á Degerfors þar sem Oliver Berg skoraði tvennu. Kalmar er í 7. sæti með sama stigafjölda og Hammarby. Degerfors er í 13. sæti með 18 stig.

IFK Göteborg vann þá 2-0 heimasigur á Halmstad. Tobias Sana og Marcus Berg skoraði mörk Göteborg sem er í 11. sæti með 22 stig. Halmstad er sæti neðar með 20 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni