fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Fallegt framtak knattspyrnugoðsagnar – Hjálpaði fjölskyldu í neyð

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 10:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-reikningur að nafni Kit it Out bað á dögunum um hjálp við að skaffa fjölskyldu í krefjandi stöðu nýjum fötum. Fjölskyldan, sem er frá Liverpool á Englandi, varð fyrir því gífurlega óláni að lenda í því að húsið þeirra varð fyrir eldingu. Liverpool-goðsögnin, nú sparkspekingurinn, Jamie Carragher ákvað að rétta fram hjálparhönd.

,,Fólk, við þurfum á ykkar aðstoð að halda. Við erum að reyna að hjálpa fjölskyldunni sem lenti í því að elding skall á húsinu þeirra í síðustu viku. Þau komust út en aðeins með þau föt sem þau voru í, við þurfum að græja ný föt fyrir þau. Getur einhver aðstoðað?“ Stóð í færstu Kit it Out.

Carragher hafði þá samband við reikninginn, grennslaðist fyrir um hvaðan fjölskyldan væri og hversu mörg börn væru hluti af henni.

,,Ég gef þeim 3 þúsund pund (518 þúsund íslenskar krónur) til að fá sér einhver föt. Ég sendi peninginn á þig,“ skrifaði Carragher.

Sá sem er á bakvið reikninginn Kit it Out ákvað að deila skilaboðunum á Twitter til þess að sýna fólki þetta frábæra framtak fyrrum knattspyrnumannsins.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af samskiptum þeirra í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“