Breiðablik tryggir sér 850 þúsund evrur ef liðið slær Austria Vín úr keppni í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA í kvöld. Það samsvarar um 125,5 milljónum íslenskra króna.
Fyrri leikur liðanna fór 1-1 í Austurríki. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í kvöld.
FH og Valur eiga einnig leiki í keppninni í kvöld. Þau eru þó svo gott sem úr leik eftir slæm úrslit í fyrri leikjunum á heimavelli. Valur tapaði 0-3 gegn Bodo/Glimt og FH tapaði 0-2 gegn Rosenborg.
Öll liðin þrjú hafa þegar tryggt sér 550 þúsund evrur fyrir þátttöku í fyrstu tveimur umferðum forkeppninnar. Blikar eru svo eina liðið sem á raunhæfan möguleika á að bæta 300 þúsund evrum við í kvöld.
Valur fær svo greiddar 260 þúsund evrur aukalega, að því gefnu að liði komist ekki í riðlakeppni Sambandseildarinnar.
Þá féll Stjarnan úr leik í 1. umferð forkeppninnar. Fyrir þátttöku þar fékk liðið 250 þúsund evrur.
Leikir kvöldsins í Sambandsdeildinni
16:00 Bodo/Glimt-Valur
17:00 Rosenborg-FH
17:30 Breiðablik-Austria Vín