fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Væn fjárhæð fer í Kópavoginn ef Blikar sigra í kvöld – Þetta er upphæðin

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tryggir sér 850 þúsund evrur ef liðið slær Austria Vín úr keppni í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA í kvöld. Það samsvarar um 125,5 milljónum íslenskra króna.

Fyrri leikur liðanna fór 1-1 í Austurríki. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í kvöld.

FH og Valur eiga einnig leiki í keppninni í kvöld. Þau eru þó svo gott sem úr leik eftir slæm úrslit í fyrri leikjunum á heimavelli. Valur tapaði 0-3 gegn Bodo/Glimt og FH tapaði 0-2 gegn Rosenborg.

Öll liðin þrjú hafa þegar tryggt sér 550 þúsund evrur fyrir þátttöku í fyrstu tveimur umferðum forkeppninnar. Blikar eru svo eina liðið sem á raunhæfan möguleika á að bæta 300 þúsund evrum við í kvöld.

Valur fær svo greiddar 260 þúsund evrur aukalega, að því gefnu að liði komist ekki í riðlakeppni Sambandseildarinnar.

Þá féll Stjarnan úr leik í 1. umferð forkeppninnar. Fyrir þátttöku þar fékk liðið 250 þúsund evrur.

Leikir kvöldsins í Sambandsdeildinni

16:00 Bodo/Glimt-Valur

17:00 Rosenborg-FH

17:30 Breiðablik-Austria Vín

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Keflavík í undanúrslit – Framlengt í Árbænum

Mjólkurbikar karla: Keflavík í undanúrslit – Framlengt í Árbænum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Verðskuldaður sigur Liverpool – Messi, Mbappe og Neymar tókst ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeild Evrópu: Verðskuldaður sigur Liverpool – Messi, Mbappe og Neymar tókst ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Búið að breyta leiktímanum á leik FH og Breiðabliks

Búið að breyta leiktímanum á leik FH og Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þorsteinn rifjar upp daginn sem Ásgeir El lést: „Þarna hélt hver utan um annan og vorum að gráta og syrgja“

Þorsteinn rifjar upp daginn sem Ásgeir El lést: „Þarna hélt hver utan um annan og vorum að gráta og syrgja“
433Sport
Í gær

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“
433Sport
Í gær

Ótrúleg spenna: Þrjú lið geta orðið meistari – Sex geta fallið

Ótrúleg spenna: Þrjú lið geta orðið meistari – Sex geta fallið