fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Systir Ronaldo lögð inn á spítala eftir að hafa smitast af kórónuveirunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 12:00

Katia Aveiro ásamt bróður sínum, Cristiano Ronaldo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katia Aveiro, systir portúgalska knattspyrnusnillingsins Cristiano Ronaldo, hefur verið lögð inn á spítala eftir að hafa fengið lungnabólgu í kjölfar þess að hafa smitast af kórónuveirunni.

,,Ég ætlaði ekki að segja þetta en fréttir berast hratt. Af virðingu við fylgjendur mína og þá sem þykir vænt um mig og mína nákomendur langar mig að segja ykkur sannleikann. Ég fékk þennan helvítis vírus,“ skrifaði Aveiro á Instagram-reikning inn.

,,Ég greindist jákvæð þann 17. júlí og hef einangrað mig síðan þá. Mér leið vel en var með einhver einkenni.“

Svo greindi Aveiro frá því að hún hafi fengið lungnabólgu í kjölfarið.

,,Því miður fór ég að versna á föstudaginn. Ég var lögð inn á spítala og er þar. Ég er að gera allt til þess að ná bata. Ég þakka guði og frábæra teyminu hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga