fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Dramatík í báðum leikjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 21:11

Andri Rafn skoraði sigurmark Blika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Breiðablik vann í skemmtilegum Kópavogsslag

HK og Breiðablik mættust í Kórnum þar sem þeir síðarnefndu unnu.

Arnþór Ari Atlason kom HK yfir um miðjan fyrri hálfleik. Kristinn Steindórsson jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1.

Heimamenn fengu víti þegar 20 mínútur lifðu leiks. Á punktinn fór Birnir Snær Ingason og skoraði.

Útlitið var gott fyrir HK en á 84. mínútu fékk Breiðablik víti. Úr því skoraði Thomas Mikkelsen og jafnaði leikinn.

Skömmu síðar höfðu Blikar snúið leiknum við. Andri Rafn Yeoman skoraði þá frábært mark. Lokatölur 2-3.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig, 5 stigum á eftir toppliði Vals. HK er í ellefta sæti, fallsæti, með 6 stig.

Jafnt á Hlíðarenda

Valur og Fylkir gerðu jafntefli á Hlíðarenda.

Markalaust var eftir fremur rólegan fyrri hálfleik.

Eftir tíu mínútur af þeim seinni skoraði Haukur Páll Sigurðsson með skalla og kom heimamönnum yfir.

Fylkismenn sýndu mikinn karakter og fundu jöfnunarmark á 89. mínútu. Markið skoraði Arnór Borg Guðjohnsen. Lokatölur 1-1.

Valur er enn á toppi deildarinnar, nú með 24 stig. Fylkir er í sjöunda sæti með 11 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot hrósar eigendum Liverpool – Borga eiginkonu Jota 23 milljónir á viku næstu tvö árin

Slot hrósar eigendum Liverpool – Borga eiginkonu Jota 23 milljónir á viku næstu tvö árin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu
433Sport
Í gær

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara
433Sport
Í gær

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka