fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Segir það hafa verið erfiðara að mæta upp á Skaga en að heimsækja Lewandowski og félaga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 07:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörðurinn öflugi í liði KA, segir að það hafi verið erfiðara að mæta ÍA uppi á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni á dögunum heldur en það var að mæta pólska landsliðinu á þeirra heimavelli fyrr í mánuðinum. Hann var til viðtals á Akureyri.net í fyrradag.

Brynjar, sem er 21 árs gamall, fór á kostum í vinattulandsleikjaglugganum sem var nýlega. Þar lék hann sína þrjá fyrstu landsleiki. Hann skoraði til að mynda í leiknum gegn Póllandi.

Miðvörðurinn hefur einnig staðið sig mjög vel í deildinni hér heima með KA. Hann hefur undanfarið verið orðaður við lið erlendis. Þar á meðal er ítalska félagið Lecce. Það er ljóst að Brynjar spilar ekki mikið lengur á Íslandi.

Honum segist hafa liðip mjög vel inni á vellinum með landsliðinu þrátt fyrir að vera kominn á stóra sviðið. Þar nefndi hann leikinn gegn Pólverjum sem dæmi. Honum leið í raun betur þar heldur en þegar hann mætti ÍA uppi á Skaga í Pepsi Max-deildinni á dögunum.

,,Að vera inni á vellinum er allt öðru vísi en að horfa á leik utan frá, þá bara hugsar maður um að gera sitt. Mér fannst eiginlega erfiðara andlega að spila á Skaganum fyrir nokkrum dögum en í Póllandi. Aðstæður voru þannig að það gat í raun allt gerst en í Póllandi voru toppaðstæður þar sem maður gat einbeitt sér að því að spila sinn leik og þurfti ekki að hafa áhyggjur af einhverjum uppákomum vegna veðurs eða öðru slíku,“ sagði Brynjar.

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Brynjar á Akureyri.net í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“