fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Telur að Foden eigi heima á bekknum hjá enska liðinu

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 10:06

Phil Foden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney telur að Southgate ætti að láta Jack Grealish og Jadon Sancho byrja í stað Phil Foden hjá enska landsliðinu.

Englendingar spiluðu síðast á föstudagskvöld á Evrópumótinu í knattspyrnu gegn Skotum og spilaði liðið lélegan leik. Enska liðið ógnaði lítið fram á við og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.

Phil Foden hefur byrjað báða leiki Englendinga á Evrópumótinu. Hann hefur ekki sýnt þá frábæru spilamennsku í þeim leikjum og hann sýndi hjá Manhcester City á tímabilinu og telur Rooney að það sé vegna þess að enska landsliðið spili allt öðruvísi fótbolta.

„City spilar á síðasta þriðjungnum. Þeir halda boltanum þar. Foden er mest í því að koma sér í góðar stöðu og gefa stuttar sendingar. Hjá City þá virkar þetta þar sem það er mikil hreyfing á liðinu,“ sagði Rooney í grein fyrir The Times.

„Hjá Englandi er hann oft einn úti á kanti og þegar hann fær boltann gerist allt hægt og lítil hreyfing í kringum hann. Þá þarf hann að fara sjálfur. Þegar það er staðan afhverju ekki að spila Grealish og Jadon Sancho, sem eru tveir af þeim bestu í heimi í þeirri stöðu.“

„Ég elska Foden en hann er bara orðinn City leikmaður. Pep leyfði honum ekki að fara á lán og prófa aðra gerð af fótbolta.“

Foden skoraði 16 mörk og gaf 10 stoðsendingar á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Hann var einnig tilnefndur sem besti leikmaður tímabilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“