fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Verða þjálfaraskipti hjá FH? – ,,Heyri að Freyr sé bara á húninum í Krikanum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 15:30

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, segir að Freyr Alexandersson sé klár í að taka við karlaliði FH ef starfið losnar.

Freyr starfaði síðast sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Þar áður var hann aðstoðarmaður Erik Hamren hjá íslenska karlalandsliðinu. Hann hefur einnig stýrt kvennalandsliðinu.

Freyr leitar nú að nýju starfi og samkvæmt því sem fram kom í Dr. Football horfir hann á FH sem hugsanlegan áfangastað.

,,Ég heyri að Freyr Alexandersson sé bara á húninum í Krikanum,“ sagði Kristján Óli í nýjasta þættinum.

Hann sagði jafnframt að pressa væri farin að myndast á Loga Ólafssyni, núverandi þjálfara FH. Hafnfirðingar mæta Breiðabliki á útivelli á morgun.

,,Ef að fer illa á Kópavogsvelli á sunnudaginn þá er líklegt að gikkurinn verði hlaðinn,“ sagði Kristján.

Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur