fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Markaregn í Mosó – Dramatík í Grindavík

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 18. júní 2021 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 7. umferð Lengjudeildar karla.

Fullt af mörkum í Mosó

Afturelding fékk Selfoss í heimsókn. Úr varð fjörugur leikur sem lauk með jafntefli.

Pedro Vazquez Vinas skoraði tvö mörk fyrir heimamenn snemma leiks. Það fyrra á 8. mínútu og það seinna um þremur mínútum síðar.

Gary Martin svaraði fyrir Selfyssinga. Hann minnkaði muninn á 23. mínútu og jafnaði 20 mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 2-2.

Ingvi Rafn Óskarsson kom gestunum yfir um miðjan seinni hálfleik. Kári Steinn Hlífarsson jafnaði leikinn fyrir Aftureldingu þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 3-3.

Afturelding er í níunda sæti deildarinnar með 6 stig. Selfoss er sæti neðar með stigi minna.

Grindavík kláraði Gróttu í uppbótartíma

Grindavík tók á móti Gróttu. Heimamenn unnu sigur þrátt fyrir að lengi hafi stefnt í jafntefli.

Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindvíkingum yfir á 39. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.

Pétur Theódór Árnason jafnaði fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Á 85. mínútu fékk Arnar Þór Helgason, í liði Gróttu, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Það virtis hafa slæm áhrif á liðið því þeir fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Fyrst kom Sigurjón Rúnarsson Grindavík yfir. Sigurður Bjartur skoraði svo sitt annað mark úr víti í blálokin. Lokatölur 3-1.

Grindavík er komið upp í annað sæti deildarinnar með 15 stig. Græotta er í sjöunda sæti með 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð