fbpx
Fimmtudagur 05.ágúst 2021
433Sport

EM 2020: Ítalía fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 21:04

Manuel Locatelli (til hægri). Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía vann öruggan sigur á Sviss í síðasta leik dagsins á EM 2020. Þeir eru nú öruggir með sæti í 16-liða úrslitum. Leikurinn var liður í A-riðli mótsins. Hann fór fram í Róm.

Ítalir voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir héldu að þeir hefðu komist yfir á 19. mínútu þegar Giorgio Chiellini kom boltanum í netið. Myndbandsdómgæslan, VAR, sýndi þó fram á hendi í aðdraganda marksins og því stóð það ekki.

Manuel Locatelli tókst þó að koma Ítölum yfir á 26. mínútu eftir sendingu frá Domenico Berardi. Staðan í hálfleik var 1-0.

Locatelli var aftur á ferðinni á 52. mínútu með góðu marki eftir undirbúning Nicolo Barella. Ciro Immobile gulltryggði 3-0 sigur Ítalíu með marki á 89. mínútu.

Ítalir eru, sem fyrr segir, komnir í 16-liða úrslit. Öll lið A-riðils hafa leikið tvo leiki. Ítalir hafa sex stig, Wales fjögur, Sviss eitt og Tyrkland ekkert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd