fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Pepsi-Max deildin: Sannfærandi sigur KR gegn nýliðunum

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 14. júní 2021 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir tók á móti KR í 8. umferð Pepsi-Max deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með öruggum 0-2 sigri KR.

KR byrjaði leikinn af krafti og kom Pálmi Rafn gestunum yfir strax í byrjun leiks eftir hornspyrnu. KR-ingar héldu yfirburðunum áfram næstu mínútur en Leiknismenn komust aðeins inn í leikinn þegar u.þ.b. hálftími var liðinn af leiknum með nokkrum góðum sóknum. Staðan var 0-1 í hálfleik.

KR-ingar mættu grimmir í seinni hálfleik og tvöfaldaði Kjartan Henry forystuna í byrjun seinni hálfleiks. Kristján Flóki átti þá skot og Kjartan potaði boltanum yfir línuna. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og 0-2 sigur KR staðreynd.

KR fer upp í 3. sætið með sigrinum en Leiknir er áfram í 7. sæti deildarinnar.

Leiknir 0 – 2 KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason (´6)
0-2 Kjartan Henry Finnbogason (´50)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband af Beckham-fjölskyldunni kemur aftur upp á yfirborðið eftir sprengju Brooklyn – Sjáðu hvernig eiginkona hans hagaði sér

Myndband af Beckham-fjölskyldunni kemur aftur upp á yfirborðið eftir sprengju Brooklyn – Sjáðu hvernig eiginkona hans hagaði sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mbappe kemur liðsfélögum sínum til varnar

Mbappe kemur liðsfélögum sínum til varnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varð næst launahæsti leikmaður City í gær – Mun þéna meira en 200 milljónir á mánuði

Varð næst launahæsti leikmaður City í gær – Mun þéna meira en 200 milljónir á mánuði