fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Opnar sig um erfið veikindi – „Erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur opnað sig um erfið veikindi sem hann glímdi við undir byrjun síðasta mánaðar en hann greindist með malaríu eftir landsliðsverkefni með landsliði Gabon.

Aubameyang missti þar af leiðandi af nokkrum leikjum með Arsenal, var lagður inn á sjúkrahús og missti fjögur kíló.

„Ég held að ég hafi tapað fjórum kílóum. Þetta voru erfiðir tímar og það var erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona. Ég var heppinn með að þetta var greint fljótt vegna þess að ef ekki er meðhöndlað malaríuveiki strax getur það leitt til stærri vandamála,“ sagði Aubameyang í viðtali á dögunum.

Aubameyang hefur verið að upplifa erfiða tíma hjá Arsenal á þessu tímabili en það virtist allt vera að stefna í góða átt fyrir tímabilið er hann skrifaði undir nýjan samning við Lundúnafélagið. Hann hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum og átt erfitt með markaskorun á tímabilinu.

Aubameyang segist hins vegar vera klár í að byrja leikinn mikilvæga gegn Villarreal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Í huga mínum er ég 100% tilbúinn, líkamlega er ég ekki 100%, ég er meira svona 90%,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“