fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Persónulegar ástæður hjá Gylfa: „Skil það mjög vel en ég er alls ekki sammála því“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 09:16

Það eru líkur á því að Gylfi spili á Íslandi. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna meiðsla sem hafa hrjáð þá. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hélt nú í morgun.

Landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi var kynntur á föstudag. Venjan er að halda fréttamannafund samdægurs en andlát í fjölskyldu Arnars Þórs Viðarssonar var ástæða þess að fundinum var frestað.

Gylfi Þór Sigurðsson gaf heldur ekki kost á sér en Arnar Þór var spurður út í málið á fundinum í dag.

„Samtölin voru mjög góð, við töluðum við þá. Við vildum fá sem flesta, síðan förum við í það að tala við þá einstaklinga hvern fyrir sig. Ég skil mjög vel útskýringar frá hverjum og einum, þeir eru allir með sínar ástæður fyrir að koma ekki. Þær eru mismunandi eins og fólk er mismunandi, sem fyrrverandi leikmaður og manneskja þá skil ég allar ástæðurnar mjög vel. Er ég sammála þeim að þeir komi ekki? Nei, ég vil fá þá sem þjálfara. Við viljum fá þá sem þjálfarar, vildum fá þá í þetta verkefni,“ sagði Arnar Þór um málið.

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í desember

„Það væri óeðlilegt ef við myndum sitja hér og segja að það skipti engu máli að þeir kæmu ekki, við vildum fá sem flesta af þessum leikmönnum. Styðja við þessa yngri og þróa okkar lið, við erum að fara í mikilvægan glugga í september og október. Við höfum ekki mikinn tíma til að þróa liðið í þessari undankeppni fyrir HM, það er staðreynd. Við skiljum þá en vildum fá þá alla.“

Getty Images

Alfreð Finnbogason lék aðeins 534 mínútur í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og vill ná heilsu áður en hann fer á fullt með landsliðinu. „Alfreð hefur verið meiddur, hann þarf að finna sitt form aftur,“ sagði Arnar um fjarveru framherjans öfluga.

Jóhann Berg hefur glímt við talsvert af meiðslum síðustu ár en er heill heilsu þessa dagana. „Jói er búinn að vera meiddur og er að koma til baka, var hálf meiddur í mars glugganum þegar hann kom til okkar. Við kunnum að meta að hann hafi komið, hann vill ná sér almennilega og ná sínu flugi aftur, eins og hann var alltaf.“

Getty Images

Ástæður Gylfa eru persónulegar að sögn Arnars en hann varð faðir í fyrsta sinn á dögunum, fyrsta barn hans og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur var einnig ástæða þess að Gylfi gaf ekki kost á sér í verkefni landsliðsins í mars.

„Gylfi er með persónulegar ástæður, við eigum allir fjölskyldu og börn. Við vitum allir hvernig lífið er fyrir utan fótboltann, ég skil það mjög vel en ég er alls ekki sammála því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls