fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ótrúleg dramatík er Leicester varð enskur meistari í fyrsta sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 18:10

Markinu fagnað. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester er enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Chelsea í úrslitaleik á Wembley í dag.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og mjög taktískur. Hvorugt liðið tók mikla áhættu og hélt spilunum þétt að sér. Chelsea var aðeins meira með boltann en Leicester átti aðeins hættulegri færi. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var Leicester sem komst yfir á 63. mínútu með frábæru marki Youri Tielemans. Reece James átti þá slaka sendingu úr vörn Chelsea sem að Ayoze Perez náði að komast inn í . Þaðan barst boltinn til Luke Thomas sem kom boltanum á Tielemens sem tók tvær snertingar áður en hann hamraði boltann glæsilega upp í vinstra hornið af löngu færi. 1-0 fyrir refina.

Chelsea lá á Leicester eftir markið. Tvisvar þurfti Kasper Schmeichel að hafa sig allan við til að verja. Fyrst varði hann skalla Ben Chillwell alveg úti við stöng á 78. mínútu. Um tíu mínútum síðar gerði hann svo frábærlega í því að verja fast skot Mason Mount.

Á 90. mínútu kom Chelsea boltanum í netið. Leikmenn liðsins fögnuðu innilega en eftir skoðun í VAR komust dómarar að þeirri niðurstöðu að Ben Chillwell hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Það var um millimetraspursmál að ræða. Ótrúleg dramatík.

Lokatölur urðu 1-0 fyrir Leicester sem vinnur enska bikarinn í fyrsta sinn í sögunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“