fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Útilokar að United geti fengið Haaland – Ástæðan er einföld að hans mati

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 12:15

Erling Haaland í leik með Dortmund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara fyrrum leikmaður í enska boltanum telur útilokað að Manchester United geti landað Erling Haaland framherja Dortmund í sumar. Allt stefnir í að norski markahrókurinn skipti um félag í sumar.

Haaland gekk í raðir Dortmund fyrir rúmu ár en hann er í dag einn besti knattspyrnumaður í heimi. Faðir hans og umboðsmaður funduðu með Barcelona og Real Madrid í síðustu viku.

Manchester United og Manchester City hafa sýnt honum áhuga og sömu sögu er að segja af Chelsea. „United getur ekki fengið Haaland, ástæðan er einföld. United eru ekki nógu gott lið, af hverju ætti hann að fara til United,“ sagði O’Hara.

O’Hara telur að aðrir kostir séu miklu meira spennandi fyrir þennan tvítuga framherja frá Noregi. „Það er í góðu lagi að United þurfi á honum að halda en hann er með Real Madrid, Barcelona og Manchester City á eftir sér. Þau þurfa hann líka.“

„United borgaði metfé fyrir Paul Pogba og hann taldi sig vera að fara í félag sem væri á uppleið. Það hefur ekki virkað og hann hefur lítið unnið. Haaland er ekki fara til United til að vinna eitthvað, hann er fara í lið þar sem hann á möguleika á því að vinna allan pakkann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“