fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Þægilegur heimasigur Leeds

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 15:58

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds tók í dag á móti botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var nokkuð fjörugur og endaði með 2-1 sigri heimamanna.

Leikmenn Leeds byrjuðu leikinn af krafti og var töluvert meira að gera hjá Ramsdale, markverði Sheffield United heldur en kollega hans hjá Leeds.

Harrison kom heimamönnum yfir eftir frábæran sprett hjá Raphinha en það var Osborn sem jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir gestina.

Phil Jagielka varð fyrir því óláni snemma í seinni hálfleik að skora sjálfsmark og kom Leeds aftur í forystu. Leikurinn var áfram opinn og skemmtilegur en fleiri mörk voru ekki skoruð.

Leeds eru í 10. sæti deildarinnar eftir leikinn á meðan Sheffield United sitja sem fastast á botni deildarinnar, þrettán stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni