fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
433Sport

Allar líkur á að Solskjær banni Bruno Fernandes að fara í landsleiki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United mun að öllum líkindum banna Bruno Fernandes að fara í verkefni með landsliði Portúgals síðar í þessum mánuði.

Portúgal á að mæta Aserbaísjan á heimavelli síðar í þessum mánuði. Fari Fernandes og aðrir leikmenn frá Englandi til Portúgals, þurfa þeir að fara í tíu daga sóttkví á hóteli við komuna til Engalnds.

Sökum þess hafa félög leyfi til að banna leikmönnum að fara erlendis, 33 lönd eru á rauðum lista Englands og það krefst þess að leikmenn fari í sóttkví við heimkomuna.

„Við höfum ekki sest niður og meitlað þetta í stein, en það er lítil hagur í því að leyfa leikmanni að fara og missa hann svo í tíu daga sóttkví,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um stöðu Bruno Fernandes.

„Við erum þeir sem borga launin og FIFA hefur gefið leyfi fyrir félög að banna leikmanni að fara. Þetta verður erfitt en það er ekki hægt að missa leikmann út í tíu daga.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glæsimark Ara Freys dugði ekki til

Glæsimark Ara Freys dugði ekki til
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið: Ari Freyr kom Norrköping yfir með stórglæsilegu marki – Þrumufleygur!

Sjáðu markið: Ari Freyr kom Norrköping yfir með stórglæsilegu marki – Þrumufleygur!
433Sport
Í gær

Ef Kane fer frá Tottenham þá eru þetta liðin sem eru líklegust til að næla í hann

Ef Kane fer frá Tottenham þá eru þetta liðin sem eru líklegust til að næla í hann
433Sport
Í gær

Sænska deildin hefst í dag og allra augu eru á Ísaki Bergmann – „Býr yfir hæfileikum sem fáir geta státað sig af“

Sænska deildin hefst í dag og allra augu eru á Ísaki Bergmann – „Býr yfir hæfileikum sem fáir geta státað sig af“
433Sport
Í gær

Líkleg byrjunarlið þegar Solskjær heimsækir Mourinho í dag

Líkleg byrjunarlið þegar Solskjær heimsækir Mourinho í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlega hegðun í gær: Skallaði vin sinn – „Þú getur labbað heim“

Sjáðu ótrúlega hegðun í gær: Skallaði vin sinn – „Þú getur labbað heim“