fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
433Sport

Niðrandi skilaboð um konur í beinni útsendingu vekja mikla reiði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að mikil reiði sé í knattspyrnusamfélaginu í Noregi eftir viðtal við Vegard Forren leikmann Brann sem var sýnt á TV2 í gær.

Vegna kórónuveirufaraldursins eru flest viðtöl tekin í gegnum fjarfundabúnað og það var raunin með Forren.

Forren var mættur í viðtal við vinsælasta morgunþátt Noregs, þar var hann að ræða veðmálafíkn sem hann glímdi við.

Viðtalið sjálft var fróðlegt en skilaboð fyrir aftan Forren hafa vakið mikla reiði. „Kvennafótbolti, hvað er það? Það er ekki fótbolti og það eru ekki konur,“ stóð á bol fyrir aftan Forren sem hengdur var á vegginn.

Viðtalið var tekið á skrifstofu Dan Riisnes sem er markmannsþjálfari liðsins og ber hann ábyrgð á þessum bol og þeim skilaboðum sem á honum eru.

Brann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að leyfa skilaboð sem þessi á skrifstofu félagsins og kalla margir eftir því að einhver axli ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Rashford ekki síðri en Mbappe og Haaland

Segir Rashford ekki síðri en Mbappe og Haaland
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Notaði N-orðið í tísti – Sleppur við þunga refsingu en verður sendur á námskeið

Notaði N-orðið í tísti – Sleppur við þunga refsingu en verður sendur á námskeið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

El Clásico: Ræður hraðinn úrslitum?

El Clásico: Ræður hraðinn úrslitum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lampard tilbúinn að snúa aftur í þjálfun

Lampard tilbúinn að snúa aftur í þjálfun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fræga fólkið og enski boltinn – Hluti II

Fræga fólkið og enski boltinn – Hluti II
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Hvað er að Sadio Mané?
433Sport
Í gær

Hákon Rafn heldur til Svíþjóðar

Hákon Rafn heldur til Svíþjóðar
433Sport
Í gær

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku

Tyllir sér á toppinn sem sá launahæsti – Fær 67 milljónir á viku