fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Sveinn Aron spurður út í þunnt hár – „Ég verð örugglega á undan pabba að snoða mig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Aron Guðjohnsen var á skotskónum þegar U21 árs landslið Íslands tapaði gegn Rússlandi í fyrsta leik Evrópumótsins í gær. Framherjinn knái hefur átt frábæru gengi að fagna með U21 árs liðinu undanfarna mánuði.

Sveinn var stoltur af því að spila sinn fyrsta leik á stórmóti, þó illa hefði farið. „Það var bara geggjuð tilfinning, við erum stoltir af því að vera hérna og vera valdir í hópinn. Ég hafði ekki áhyggjur fram að fyrsta markinu, við vorum með stjórn á varnarleiknum. Það hafa allir leikir verið þannig að hitt liðið er mikið með boltann,“ sagði Sveinn en Rússar unnu að lokum 4-1 sigur.

Sveinn fékk spurningu frá Sæbirni Steinke blaðamanni Fótbolta.net á fundinum, um hvort hann væri að missa hárið og hvort hann yrði á undan föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen að raka hárið af.

„Ég verð örugglega á undan honum að snoða mig, hann (Eiður Smári) er svo þrjóskur,“ sagði Sveinn og brosti á fundinum.

Sveinn var fljótur að kveikja á perunni enda hafði fyrirliði U21 árs liðsins, beðið Sæbjörn um að spyrja að þessari spurningu. „Hvað er þetta svona slæmt? Var Jón Dagur að senda þér þetta?,“ sagði Sveinn og Sveinbjörn játaði því.

„Þú getur sagt honum það að hann sé líka að missa hárið,“ sagði Sveinn og brosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“