fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
433Sport

Fyrsti landsliðshópur Arnars, Eiðs Smára og Lagerback – Kolbeinn og Kári í hóp

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerback hafa valið sinn fyrsta landsliðshóp. Þetta eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs og eru þeir allir þrír liður í undankeppni HM 2022, en lokakeppnin fer fram í Katar.

Ísland mætir fyrst Þýskalandi, síðan Armeníu og endar svo á leik gegn Liechtenstein, en allir leikirnir fara fram ytra. Þess má geta að leikurinn gegn Þýskalandi verður leikur númer 500 hjá A karla.

Kolbeinn Sigþórsson framherji IFK Gautaborg er á sínum stað í hópnum og Kári Árnason sem fagnar 39 ára afmæli sínu á þessu ári er á sínum stað.

Fátt óvænt er í hópi Arnars Þórs en Alfons Sampsted kemur inn í hópinn úr U21 árs landsliðinu. Arnar velur 25 manna leikmannahóp.

Hólmbert Aron Friðjónsson framherji Brescia er í hópnum en Alfreð Finnbogason er fjarverandi vegna meiðsla. Þá er Viðar Örn Kjartansson ekki í hópnum.

Leikir Íslands í mars
Þýskaland – Ísland fimmtudaginn 25. mars á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg og hefst leikurinn kl. 19:45.
Armenía – Ísland sunnudaginn 28. mars á Vazgen Sargsyan Republican Stadium í Yerevan og hefst leikurinn kl. 16:00.
Liechtenstein – Ísland miðvikudaginn 31. mars á Rheinpark og hefst leikurinn kl. 18:45.

Hópurinn

Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir

Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir
Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk
Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk
Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir
Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk
Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark

Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk
Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk
Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark
Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk
Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark

Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk
Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk
Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Christian Eriksen getur andað og talað“

,,Christian Eriksen getur andað og talað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jákvæð tíðindi frá Danmörku: Mynd sýnir Eriksen með meðvitund – Er í stöðugu ástandi

Jákvæð tíðindi frá Danmörku: Mynd sýnir Eriksen með meðvitund – Er í stöðugu ástandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar í útlöndum: Brynjólfur á toppinn í Noregi – Bjarni Mark og félagar í vandræðum í Svíþjóð

Íslendingar í útlöndum: Brynjólfur á toppinn í Noregi – Bjarni Mark og félagar í vandræðum í Svíþjóð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

EM 2020: Sviss og Wales skildu jöfn í Bakú

EM 2020: Sviss og Wales skildu jöfn í Bakú
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Moyes skrifar undir hjá West Ham – Nuno líklega að verða yfirmaður Gylfa

Moyes skrifar undir hjá West Ham – Nuno líklega að verða yfirmaður Gylfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fabregas gat ekki valið á milli ,,foreldra sinna“

Fabregas gat ekki valið á milli ,,foreldra sinna“