fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Var aðeins tíu ára gamall þegar hann var rekinn – Uppskar um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 09:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shola Shoretire lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina, þessi 17 ára gamli leikmaður skrifaði undir sinn fyrsta atvinnusamning á dögunum við félagið.

Shoretire er talin ein af vonarstjörnum enska fótboltans en hann var upphaflega í herbúðum Manchester City.

Shoretire var mjög ungur að árum þegar hann gekk í raðir Manchester City en hann hafði þá æft og spilað með Newcastle árin á undan. Shoretire er frá Newcastle og fæddist þar árið 2004.

Manchester City ákvað að reka Shoretire úr unglingastarfi sínu eftir að upp komst um að hann hefði æft með Barcelona. Shoretire fór með fjölskyldu sinni í sumarfrí til Barcelona og fékk að mæta á æfingar með Börsungum.

Manchester United fékk veður af því að þá tíu ára Shoretire hefði verið rekinn frá City og stökk til. Hann hefur verið í herbúðum félagsins í sjö ár og á mikla framtíð fyrir sér.

United þurfti að berjast fyrir því að fá Shoretire til að skrifa undir samninginn á dögunum, bæði PSG og Barcelona höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eftir öll lætin hefur nú verið tilkynnt hvernig ný Meistaradeild verður

Eftir öll lætin hefur nú verið tilkynnt hvernig ný Meistaradeild verður
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hlutabréfin rjúka upp