fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Greindist með vírus sem verður með honum til æviloka

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 15:30

Morata og fyrrum unnusta hans. Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvaro Moarta framherji Juventus hefur greinst með vírus sem hann mun þurfa að lifa með til æviloka. Frá þessu greinir Andrea Pirlo stjóri Juventus.

Morata fór í ítarlega læknisskoðun eftir tap gegn Porto í síðustu viku. Hann fann fyrir svima þegar hann kom inn sem varamaður.

Nú hefur Morata greinst með Cytomegalovirus (CMV) sem er vírus sem aldrei fer úr líkama hans. CMV veldur slappleika og köldum svita, margir lifa með þennan vírus án þess að vita af honum.

Morata lék aðeins 27 mínútur í leiknum en hann hefur verið mikið veikur og slappur síðustu vikur.

„Hann var fyrst veikur og það hafa verið mörg lítil vandamál hjá honum, nú er komin greining á þessu. Þetta hefur komið í veg fyrir að hann geti æft að fullum krafti og hann hefur dottið úr formi,“ sagði Pirlo.

„Hann er frábær leikmaður og mögnuð persóna, núna getur hann vonandi komist af stað og hjálpað okkur á lokasprettinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim