fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Greindist með vírus sem verður með honum til æviloka

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 15:30

Morata og fyrrum unnusta hans. Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvaro Moarta framherji Juventus hefur greinst með vírus sem hann mun þurfa að lifa með til æviloka. Frá þessu greinir Andrea Pirlo stjóri Juventus.

Morata fór í ítarlega læknisskoðun eftir tap gegn Porto í síðustu viku. Hann fann fyrir svima þegar hann kom inn sem varamaður.

Nú hefur Morata greinst með Cytomegalovirus (CMV) sem er vírus sem aldrei fer úr líkama hans. CMV veldur slappleika og köldum svita, margir lifa með þennan vírus án þess að vita af honum.

Morata lék aðeins 27 mínútur í leiknum en hann hefur verið mikið veikur og slappur síðustu vikur.

„Hann var fyrst veikur og það hafa verið mörg lítil vandamál hjá honum, nú er komin greining á þessu. Þetta hefur komið í veg fyrir að hann geti æft að fullum krafti og hann hefur dottið úr formi,“ sagði Pirlo.

„Hann er frábær leikmaður og mögnuð persóna, núna getur hann vonandi komist af stað og hjálpað okkur á lokasprettinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti