fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Segir að aðeins tíu félög hafi efni á Haaland – „Fjögur af þeim eru á Englandi“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:30

Erling Braut Haaland/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mino Raiola, umboðsmaður Erlings Braut Haaland, framherja Dortmund, segir að aðeins örfá lið hafi efni á því að fá leikmanninn til liðs við sig. Haaland, hefur slegið í gegn með Dortmund og var meðal annars valinn besti ungi leikmaður Evrópu árið 2020.

„Það eru aðeins tíu félög í mesta lagi sem hafa efni á því að kaupa Haaland og gefa honum þann grundvöll sem hann vill eftir að hafa verið hjá Dortmund. Fjögur af þeim eru á Englandi,“ sagði Raiola í ítarlegu viðtali sem birtist á vefsíðu BBC.

Raiola er fullviss um að Haaland verði stjarna líkt og leikmenn á borð við Messi, Ronaldo og Ibrahimovic.

„Hann verður ein af þessum framtíðarstjörnum. Við sjáum að leikmenn á borð við Messi, Ronaldo og Ibrahimovic eru að komast á þann aldur að allir fara að spurja sig ‘hversu lengi getum við notið þess að horfa á þá spila knattspyrnu?’ Þannig að allir eru farnir að horfa eftir og leita að næstu stjörnunum,“ sagði Mino Raiola.

Haaland hefur spilað 43 leiki fyrir Dortmund frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Red Bull Salzburg. Í þessum 43 leikjum hefur hann skorað 43 mörk og gefið 10 stoðsendingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn