Nýjasta bók Víðis Sigurðssonar um Íslenska knattspyrnu verður dreift í bókaverslanir um allt land í vikunni en þessar einstöku bækur Víðis um íslensku knattspyrnuárin eiga engan sinn líka í heiminum.
Allt frá árinu 1981 hefur Víðir haldið úti gríðarlegri heimildavinnu um íslenska knattspyrnu, karla og kvenna í öllum flokkum – mögnuðu starfi sem á sér enga hliðstæðu. Víðir á því 40 ára höfundarafmæli í ár og var hann hylltur á fundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag.
Að því tilefni mætti óvænt á fundinn fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Víkinga, Kára Árnason, til að afhenda Víði viðurkenningarskjöld og blómvönd sem þakklætisvott fyrir framúrskarandi störf hans í þágu íslenskrar knattspyrnu.
Á 40. afmælisárinu bregður Víðir ekki út af vananum, því í bókinni er fjallar hann um hið viðburðaríka knattspyrnuár 2021 af sinni alkunnu snilli. Víðir tekur saman alla tölfræði, öll úrslit í öllum leikjum sem fram fóru á árinu og prentvélarnar fóru ekki í gang fyrr en umfjöllun Víðis um síðasta leik ársins var klár en það var leikur Íslands og Kýpur í undankeppni HM kvenna sem fram fór 30. nóvember síðastliðinn.
Bókin er eins og allar hinar ríkulega myndskreytt.