fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Víðir Sigurðsson hylltur á tímamótum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 14:29

Kári Árnason - Víðir Sigurðsson Mynd/Árni Torfason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta bók Víðis Sigurðssonar um Íslenska knattspyrnu verður dreift í bókaverslanir um allt land í vikunni en þessar einstöku bækur Víðis um íslensku knattspyrnuárin eiga engan sinn líka í heiminum.

Allt frá árinu 1981 hefur Víðir haldið úti gríðarlegri heimildavinnu um íslenska knattspyrnu, karla og kvenna í öllum flokkum – mögnuðu starfi sem á sér enga hliðstæðu. Víðir á því 40 ára höfundarafmæli í ár og var hann hylltur á fundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag.

Að því tilefni mætti óvænt á fundinn fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Víkinga, Kára Árnason, til að afhenda Víði viðurkenningarskjöld og blómvönd sem þakklætisvott fyrir framúrskarandi störf hans í þágu íslenskrar knattspyrnu.

Á 40. afmælisárinu bregður Víðir ekki út af vananum, því í bókinni er fjallar hann um hið viðburðaríka knattspyrnuár 2021 af sinni alkunnu snilli. Víðir tekur saman alla tölfræði, öll úrslit í öllum leikjum sem fram fóru á árinu og prentvélarnar fóru ekki í gang fyrr en umfjöllun Víðis um síðasta leik ársins var klár en það var leikur Íslands og Kýpur í undankeppni HM kvenna sem fram fór 30. nóvember síðastliðinn.

Bókin er eins og allar hinar ríkulega myndskreytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“