Cristiano Ronaldo hefur varpað sprengju inn í umræðuna er kemur að Gullknettinum. Lionel Messi hlaut verðlaunin nokkuð óvænt á mánudag.
Ronaldo skrifar við færslu á Instagram þar sem talað er um afrek hans og gert lítið úr árangri Messi á þessu ári.
„Staðreynd,“ skrifar Ronaldo við myndina og hefur þetta vakið gríðarlega athygli en Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu.
Í færslunni stendur meðal annars. „Ronaldo hefur skorað 43 mörk í ár, þar á meðal sex í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Altl mörk sem skipta máli. Hann heldur áfram aðvinna kraftaverk. Þeir settu hann í sjötta sæti, trúir því einhver að það hafi fimm leikmenn verið betri en hann í ár? Ekki neinn,“ segir í færslunni.
Svo er skrifað um Messi. „Hann vann bara bikarinn með Barcelona. Hann hefur ekki skorað mark gegn Real Madrid frá árinu 2018 þegar Ronaldo fór. Hann er í felum í öllum stórleikjum ársins,“ sagði í færslunni.
„Hann vann Copa America, keppni sem á að vera á fjögurra ára fresti en er nánast á hverju ári. Hann skoraði ekki í úrslitum eða undanúrslitum. Hann hefur svo lítið gert með PSG.“
Við þetta skrifar Ronaldo að þetta sé staðreynd