fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Aron var í návist Zlatan í tvo mánuði og hefur aldrei séð annað eins – „Þetta er vélmenni“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 18:30

Aron Jóhannsson Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, sem á dögunum skrifaði undir þriggja ára samning við efstu deildar lið Vals í knattspyrnu, er gestur í þættinum 433.is sem verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld.

Aron kemur heim eftir tæp ellefu ár í atvinnumennsku en ferill hans hefur verið hreint magnaður. Aron hóf atvinnumannaferil sinn í Danmörku, hann hélt síðan til Hollands, Þýskalands, Svíþjóðar og loks Pólland.

Aron var í rúmt ár í Svíþjóð þar sem hann upplifði mjög góða tíma. Eitt af því sem stendur þar upp úr er það að hafa æft með Zlatan Ibrahimovic.

Zlatan er einn af eigendum Hammarby en þegar COVID-19 veiran var að hrella flesta héldu Svíar sínu striki og æfðu. Zlatan fór því heim og fór að æfa með liðinu sem hann á.

„Það var furðulegt, maður hefur spilað með stórum karakterum bæði í landsliði og á ferlinum. Þetta var á næsta stigi, hann kemur þarna út af COVID og æfir með okkur í einhverja tvo mánuði. Helvítis gæinn tapaði ekki einu sinni á æfingu, þetta er vélmenni,“ segir Aron í þætti kvöldsins sem verður sýndur klukkan 20:00 á Hringbraut.

Zlatan er í dag fertugur og leikur með AC Milan í úrvalsdeildinni á Ítalíu. „Þú sérð hann þar, þú getur ímyndað þér hvernig hann var á æfingum hjá okkur í Svíþjóð.

Aron og Zlatan á rölti í Svíþjóð.

Aron hélt svo áfram og sagði. „Eins og ég lýsti þessu fyrir vini mínum, þetta væri eins og ég færi að æfa með 4 flokki. Hann er nálægt tveimur metrum og er 90 kíló. Hann er miklu sterkari en allir og hefur miklu meiri kraft. Tæknin og hæfileikarnir, þetta er bara galið. Þetta gaf okkur auka kraft,“ sagði ron

„Við vorum alltaf í sitthvoru liðinu sem framherjar, ég vann því varla leik á æfingu í tvo mánuði. Við lögðum meira á okkur á hverri æfingu til að reyna að vinna hann en það gekk ekki vel.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
Hide picture