fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Svakalega auðvelt hjá Liverpool – Gerrard sótti annan sigur

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 17:00

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool 4-0 Southampton

Southampton heimsótti Liverpool og átti aldrei möguleika í heimamenn.

Diogo Jota kom Liverpool yfir strax á 2. mínútu með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Andy Robertson.

Sadio Mane kom boltanum aftur í netið fyrir Liverpool tíu mínútum síðar. Mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu með aðstoð myndbandsdómgæslu.

Jota skoraði annað mark á 32. mínútu. Eftir góða sókn Liverpool skoraði hann, aftur af stuttu færi. Nú var það Mohamed Salah sem átti stoðsendinguna.

Thiago Alcantara átti eftir að bæta við marki í fyrri hálfleik. Það kom á 37. mínútu. Hann átti skot að marki sem fór í varnarmann Southampton og inn. Staðan í hálfleik var 3-0.

Virgil van Dijk bætti við fjórða marki Liverpool á 52. mínútu. Hann skoraði eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold.

Fleiri urðu mörkin ekki. Yfirburðir Liverpool voru algjörir.

Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, stigi á eftir Chelsea sem á þó leik til góða.

Crystal Palace 1-2 Aston Villa

Aston Villa vann Crystal Palace. Leikið var í Lundúnum.

Leikurinn var jafn til að byrja með en á 15. mínútu kom Matt Targett Villa yfir. Í kjölfarið tóku lærisveinar Steven Gerrard yfir leikinn.

John McGinn bætti við marki á 86. mínútu. Marc Guehi minnkaði muninn fyrir Palace seint í uppbótartíma. Nær komust heimamenn þó ekki. Lokatölur 1-2.

Liðin eru í 10. og 11. sæti deildarinnar, bæði með 16 stig.

John McGinn og Matty Cash fagna marki þess fyrrnefnda í dag. Mynd/Getty

Norwich 0-0 Wolves

Norwich og Wolves gerðu markalaust jafntefli í rólegum leik á Carrow Road.

Wolves er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig. Norwich er í nítjánda sæti með 9 stig.

Frá leiknum í dag. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche