fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Karl kominn endanlega til Víkings R. frá Breiðablik – ,,Það var aldrei spurning“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Friðleifur Gunnarsson hefur gengið frá endanlegum félagsskiptum til Víkings Reykjavíkur frá Breiðablik. Karl Friðleifur var á láni hjá Víkingum á síðasta tímabili, varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu og hann segir það aldrei hafa verið um annað að ræða í hans huga en að skipta yfir til Víkinga eftir tímabilið.

,,Það var aldrei spurning, það var bara eitt í huganum eftir tímabilið og það var að færa sig yfir til Víkings.

video

Víkingar boðuðu til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var um komu tveggja hægri bakvarða, Karl Friðleifs og Davíðs Arnar. Karl segir samkeppnina af hinu góða.

,,Já það er fínt að hafa samkeppni og við getum báðir leyst aðrar stöður. Þetta er bara flott og við erum að styrkja hópinn,“ sagði Karl Friðleifur í samtali við 433.is í dag.

Karl Friðleifur sló í gegn með Víkingum á síðasta tímabili og talað var um að hann gæti tekið skrefið og farið út í atvinnumennsku. Er hann búinn að loka dyrnar á það í bili?

,,Ég er ekkert búinn að komast í það að skoða þetta. Þetta verður bara að koma í ljós. Það opnast gluggi í janúar og ef það kemur einhvað spennandi upp á borðið þá verð ég bara að skoða það,“ sagði Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings Reykjavíkur við 433.is í dag.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal

Valdimar Ingimundarson seldur til Sogndal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United

Segir frá því þegar hann reyndi að sannfæra Gerrard um að koma til United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín

Ráða fyrrum hermenn til starfa til að vernda heimili sín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai

Þetta eru stjörnurnar að dunda sér við í fríinu í Dubai
433Sport
Í gær

Tveir handteknir

Tveir handteknir
433Sport
Í gær

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu

Var fljótur að bregðast við þegar reynt var að stela af barninu