fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Eiður Smári hættir sem aðstoðarlandsliðsþjálfari

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 00:05

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað hefur verið endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KSÍ.

Eiður Smári, sem lék á sínum tíma 88 A-landsleiki og skoraði í þeim 26 mörk, hefur verið í þjálfarateymi liðsins frá desember 2020 og starfað með því í öllum leikjum ársins 2021 – þremur vináttuleikjum og 10 leikjum í undankeppni HM 2022.

„Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi. Ég vil þakka öllum innan sambandsins fyrir frábært samstarf undanfarið ár. Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi bæði innan vallar sem og utan bæði fyrir mig persónulega sem og sambandið. Áfram Ísland!“ segir Eiður Smári.

KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?