fbpx
Föstudagur 16.janúar 2026
433Sport

Aron Jó skrifar undir hjá Val í vikunni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 11:00

Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson mun skrifa undir samning við Val í vikunni ef ekkert óvænt kemur uppá. Þetta kom fram í Dr. Football hlaðvarpinu í morgun.

Greint var frá því í síðustu viku að Aron hefði valið að ganga í raðir Vals. Víkingur, Breiðablik og FH höfðu rætt við hann.

Aron mun samkvæmt Dr. Football hlaðvarpinu skrifa undir samning sinn við Val í vikunni en hann mun ljúka læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Aron sem er 31 árs gamall rifti samningi sínum við Lech Poznan í Póllandi á dögunum. Ástæðan var sú að Aron meiddist á öxl og tæpt var að hann myndi spila fleiri leiki fyrir pólska félagið.

Hann hefur átt frábæran feril í atvinnumennsku síðustu ellefu ár. Hann hefur spilað með AGF í Danmörku, AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og nú síðast Poznan í Póllandi.

Aron hafði æft með Vali fyrir tæpu ári síðan. Tímabil Vals í sumar voru vonbrigði og er ljóst að Aron ætti að styrkja liðið verulega.

Hann á að baki nokkurn fjölda leikja fyrir landslið Bandaríkjanna en frægt var þegar hann kaus að velja að spila fyrir Bandaríkin fremur en Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýi maðurinn tók mistökin á sig

Nýi maðurinn tók mistökin á sig
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umdeild fyrirsæta tjáir ást sína á nýrri og yngri stjörnu – Sparaði ekki stóru orðin

Umdeild fyrirsæta tjáir ást sína á nýrri og yngri stjörnu – Sparaði ekki stóru orðin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sífellt meiri bjartsýni á Old Trafford

Sífellt meiri bjartsýni á Old Trafford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford orðaður við tvö ný félög í dag – Virðist þó sjálfur útiloka annað þeirra

Rashford orðaður við tvö ný félög í dag – Virðist þó sjálfur útiloka annað þeirra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enzo efstur á blaði hjá PSG – Sagður íhuga stöðu sína eftir brottrekstur á nýársdag

Enzo efstur á blaði hjá PSG – Sagður íhuga stöðu sína eftir brottrekstur á nýársdag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ratcliffe lækkar verðmiðann hressilega til að reyna að losna við félagið

Ratcliffe lækkar verðmiðann hressilega til að reyna að losna við félagið
433Sport
Í gær

Amorim ætlaði að segja upp hjá United – Eitt símtal breytti hins vegar öllu

Amorim ætlaði að segja upp hjá United – Eitt símtal breytti hins vegar öllu
433Sport
Í gær

Alonso efstur á blaði þegar kemur að stóru starfi á Englandi

Alonso efstur á blaði þegar kemur að stóru starfi á Englandi