fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

„Við hefðum viljað vinna þetta stærra“

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 21:22

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann öruggan 5-0 sigur á slöku liði Kýpur í undankeppni HM í kvöld. Þetta hafði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, að segja við RÚV eftir leik:

„Það er alltaf gott að vinna. Við komum í þessa tvo leiki til að vinna þá og þetta snerist um það. Við hefðum viljað vinna þennan leik stærra, hlutirnir gengu ekki alveg nógu vel hjá okkur á kafla í seinni hálfleik. En maður skammast sín ekkert fyrir 5-0 sigur,“ sagði Þorsteinn við RÚV.

Karolína skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af á óskiljanlegan hátt. Fékk þjálfarateymið einhverjar skýringar á því?

„Nei, bara einhver hættulegur leikur hjá Svövu, það er eina skýringin. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur svo það er ekkert við þessu að segja núna þó að maður hafi verið pirraður þegar þetta gerðist.“

Nánast allir leikmenn hópsins fengu mínútur í þessu landsliðsverkefni.

„Já við lögðum þetta þannig upp ef þetta myndi ganga upp í fyrri leiknum að hræra svolítið í liðinu. Ég óttaðist það ekki neitt fyrir þennan leik, eins og kannski sást var ekkert að óttast. Við gerðum þetta vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var á köflum svolítið sloppy, kannski af því maður byrjaði að hræra svolítið mikið í liðinu. En heilt yfir er ég bara sáttur að flestir fengu fjölmargar mínútur.“

„Þessi leikur snerist bara um að við myndum mæta og klára þennan leik. Við höfum spilað betur en við erum ekki fúl yfir 5-0 sigri,“ sagði Þorsteinn að lokum við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu
433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra