fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ekki útilokað að Ofurdeildin verði að veruleika – Yrði þó í allt annari mynd en sett var fram í vor

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. október 2021 19:00

Florentino Perez, forseti Real Madrid, Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að evrópsk Ofurdeild muni sjá dagsins ljós þrátt fyrir hörð viðbrögð við hugmynd að stofnun hennar í vor. Verði hún sett á laggirnar mun hún þó líta allt öðruvísi út en sú hugmynd sem sett var fram í apríl.

Tólf stórlið í Evrópu ætluðu sér í vor að stofna lokaða Ofurdeild Evrópu. Hugmyndin varð þó að engu stuttu eftir að hún kom upp á yfirborðið vegna viðbragða stuðningsmanna, leikmanna og hjá fólki í kringum fótboltann almennt.

Einu félögin sem ekki hafa slitið sig frá Ofurdeildinni eru Barcelona, Real Madrid og Juventus. Hjá þessum félögum bera menn enn þá von í brjósti um að hægt verði að koma Ofurdeildinni á laggirnar.

Samkvæmt The Athletic yrði keppnin þó allt öðruvísi en félögin tólf sáu hana fyrir sér í vor.

Svo gæti farið að sett yrði upp deildarkerfi í kringum Ofurdeildina. Þannig yrðu 20 lið í efstu deild, tvær 20 liða deildir þar fyrir neðan og svo fjórar 20 liða deildir á þriðja þrepi. Þá yrðu alls 140 lið í Ofurdeildinni.

Sterkustu rökin sem gefin hafa verið fyrir þessari nýju hugmynd eru þau að minni lið í Evrópu fengju mun fleiri leiki gegn svipað góðum liðum í álfunni heldur en Meistaradeild Evrópu í núverandi mynd býður upp á.

Það verður þó ekkert af þessum plönum ef UEFA tekst að banna Barcelona, Real Madrid og Juventus að stofna þessa nýju keppni í dómssal. Þar verður málið tekið fyrir á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“