fbpx
Sunnudagur 05.desember 2021
433Sport

Ekki útilokað að Ofurdeildin verði að veruleika – Yrði þó í allt annari mynd en sett var fram í vor

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 22. október 2021 19:00

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur talað máli Ofurdeildarinnar frá því í vor. / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að evrópsk Ofurdeild muni sjá dagsins ljós þrátt fyrir hörð viðbrögð við hugmynd að stofnun hennar í vor. Verði hún sett á laggirnar mun hún þó líta allt öðruvísi út en sú hugmynd sem sett var fram í apríl.

Tólf stórlið í Evrópu ætluðu sér í vor að stofna lokaða Ofurdeild Evrópu. Hugmyndin varð þó að engu stuttu eftir að hún kom upp á yfirborðið vegna viðbragða stuðningsmanna, leikmanna og hjá fólki í kringum fótboltann almennt.

Einu félögin sem ekki hafa slitið sig frá Ofurdeildinni eru Barcelona, Real Madrid og Juventus. Hjá þessum félögum bera menn enn þá von í brjósti um að hægt verði að koma Ofurdeildinni á laggirnar.

Samkvæmt The Athletic yrði keppnin þó allt öðruvísi en félögin tólf sáu hana fyrir sér í vor.

Svo gæti farið að sett yrði upp deildarkerfi í kringum Ofurdeildina. Þannig yrðu 20 lið í efstu deild, tvær 20 liða deildir þar fyrir neðan og svo fjórar 20 liða deildir á þriðja þrepi. Þá yrðu alls 140 lið í Ofurdeildinni.

Sterkustu rökin sem gefin hafa verið fyrir þessari nýju hugmynd eru þau að minni lið í Evrópu fengju mun fleiri leiki gegn svipað góðum liðum í álfunni heldur en Meistaradeild Evrópu í núverandi mynd býður upp á.

Það verður þó ekkert af þessum plönum ef UEFA tekst að banna Barcelona, Real Madrid og Juventus að stofna þessa nýju keppni í dómssal. Þar verður málið tekið fyrir á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina

PSG ætlar að losa sjö leikmenn í janúar – Stuðningsmenn telja það ekki lausnina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo

Juventus undir smásjá yfirvalda – Rannsaka meðal annars félagsskipti Ronaldo
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Gummi Ben skoðar málin – Alvarlegt hversu mikill leki er í Laugardal
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?

Landsliðsþjálfari Dana í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Í gær

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum

Rangnick vill fá aðstoðarþjálfara sem nú starfar í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah

Sjáðu þegar Bruno bölvaði á rauðu ljósi – Fékk að vita að traustið væri á Salah
433Sport
Í gær

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga

Andri Rúnar verður leikmaður ÍBV – FH hafði ekki áhuga
433Sport
Í gær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær