fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Arsenal samdi við 4 ára gamalt undrabarn – Kallaður ‘litli Messi’

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur gert samning við hinn fimm ára gamla Zayn Ali Salman, sem hefur slegið í gegn í netheimum undanfarna daga.

Myndbönd af Zayn vera að leika listir sínar með bolta hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og hefur hann hlotið viðurnefnið ‘litli Messi’.

Arsenal byrjaði að fylgjast með Zayn eftir ábendingu frá hans gamla þjálfara Austin Schofield. ,,Við settum hann í hóp með krökkum á aldrinum 5-6 ára og hann var langt um betri en krakkar á þeim aldri. Hraðari en þeir, boltaleikni hans var betri og það hvernig hann sparkaði í bolta og sendi hann frá sér var bara mun betra en við höfum séð hjá krökkum á hans aldri,“ sagði Schofield í viðtali við BBC News.

Zayn vakti fljótlega áhuga hjá njósnurum Arsenal. ,,Þessi strákur var að framkvæma hluti sem ætti ekki að vera mögulegt fyrir hann að framkvæma. Ég hringdi í vinn minn sem sagði hann vera fjögurra ára og ég trúði honum ekki, það var ekki möguleiki fyrir mig að ímynda mér að hann væri enn í leikskóla,“ sagði Stephen Deans, njósnari hjá Arsenal.

Faðir Zayns, segist hafa tekið eftir því fljótlega eftir fæðingu að strákurinn væri sérstakur. ,,Ljósmóðirinn lét hann liggja á maganum fljótlega eftir fæðingu og hann lyfti bara hausnum upp og fór að horfa í kringum sig. Hún var í sjokki en við gátum séð að hann var mjög sterkur strax frá unga aldri og það lagði grundvöllinn að því sem við erum nú að sjá,“ sagði faðir Zayns í viðtali við BBC News.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill
433Sport
Í gær

Hjörvar segir að Viðar Örn gæti komið heim – ,,200% að fara að slá markametið“

Hjörvar segir að Viðar Örn gæti komið heim – ,,200% að fara að slá markametið“
433Sport
Í gær

Fréttamaður RÚV hjólar í Vöndu – ,,Var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun“

Fréttamaður RÚV hjólar í Vöndu – ,,Var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun“