fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
433Sport

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 19:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við þurfum að bæta okkur. Öll lið fara í gegnum erfið tímabil, við erum að því núna,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi.

Man Utd hefur gengið illa undanfarið, aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. Margir telja að sæti Solskjær sé að hitna.

,,Ég er alltaf að ræða við félagið, samtalið er opið og heiðarlegt. Það er pressa á mér, auðvitað. Við höfum bætt okkur í gegnum árin. Ég hef mín gildi svo lengi sem félagið trúir á mig. Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér,“ sagði Norðmaðurinn á fundinum.

Hann hrósaði þjálfarateymi sínu einnig í hástert.

,,Þjálfarateymið okkar er ótrúlegt, hvernig þau taka eftir litlu hlutunum, undirbúa æfingar, ég gæti ekki beðið um neitt meira.“

Man Utd mætir Atalanta í Meistaradeild Evrópu á morgun og á svo leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Það má ætla að komandi vika gæti haft mikið að segja hvað varðar framtíð Solskjær í Manchester.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt

Fengu nóg í hálfleik og gáfu leikinn – Knattspyrnusambandið gagnrýnt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal

La Liga: Dramatík er Barcelona vann Villarreal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti

Bundesliga: Naumur sigur Bayern gegn liðinu í næstneðsta sæti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton

Enska úrvalsdeildin: Markalaust í Brighton