fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 09:11

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, hefur náð hreint út sagt mögnuðum árangri með lið Víkings Reykjavíkur á undanförnum árum. Arnar hefur verið þjálfari liðsins í þrjú ár og það samstarf hefur skilað þremur titlum. Liðið hefur orðið bikarmeistari í tvígang og er ríkjandi Íslandsmeistari.

Eftir úrslitaleikinn var Arnar í viðtalið hjá Gunnlaugi Jónssyni á Stöð 2 sport. Þar var Arnar spurður út í framtíð þjálfaraferils síns og það hvort að hann stefndi að því að þjálfa erlendis eða hvort hann væri heitur fyrir því að taka við starfi landsliðsþjálfara karlalandsliðsins ef það skildi losna á næstu mánuðum.

,,Mig langar bara að vera hérna áfram, ég á margt eftir ólært. Ég elska þennan klúbb og þeir eru búnir að sína mér þvílíkt traust. Mér langar bara að launa þeim það til baka. Ég stefni á að fara erlendis en það liggur ekkert á,“ var svar Arnars við spurningu Gunnlaugs Jónssonar, í viðtali hjá Stöð 2 sport.

Í apríl fyrir á þessu ári skrifaði Arnar undir nýjan þriggja ára óuppsegjanlegan samning við Víking Reykjavík þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfiðan tíma með liðið tímabilið 2020 þar sem spilamennskan var langt undir væntingum. Það er traustið sem Arnar vísar í að hafa fundið. Hann útskýrði það í viðtali við 433.is á dögunum hversu mikilvægt það er að finna fyrir slíku trausti.

,,Það er gríðarlega mikilvægt að finna þetta traust og sérstaklega í fyrra þegar að okkur gekk illa. Ég er ekkert það heimskur að sjá það að við þjálfarar erum í starfi sem krefst úrslita og það hefði verið auðvelt að þakka mér bara fyrir samstarfið á þessum tíma. En menn héldu í trúnna. Önnur lið mættu taka þetta til sín, það er að segja hvernig stjórnin tók á þessu máli. Stjórnin sá að það var einhvað í gangi þrátt fyrir að úrslitin væru ekki að falla með okkur.“

,,Það verður samt að hafa það í huga að spilamennskan þarf að fylgja í kjölfarið. Það er slæmur kokteill ef spilamennskan er slæm og úrslitin koma ekki í kjölfarið. Sem betur fer er klókt knattspyrnuáhugafólk í stjórn Víkings sem sá að við vorum á réttri leið,” sagði Arnar sem ég tók við hann 14. október síðastliðinn.

433.is birti nærmynd af Arnari Gunnlaugssyni á föstudaginn, þar er farið ítarlega yfir tíma hans með Víking Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“