fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 09:11

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, hefur náð hreint út sagt mögnuðum árangri með lið Víkings Reykjavíkur á undanförnum árum. Arnar hefur verið þjálfari liðsins í þrjú ár og það samstarf hefur skilað þremur titlum. Liðið hefur orðið bikarmeistari í tvígang og er ríkjandi Íslandsmeistari.

Eftir úrslitaleikinn var Arnar í viðtalið hjá Gunnlaugi Jónssyni á Stöð 2 sport. Þar var Arnar spurður út í framtíð þjálfaraferils síns og það hvort að hann stefndi að því að þjálfa erlendis eða hvort hann væri heitur fyrir því að taka við starfi landsliðsþjálfara karlalandsliðsins ef það skildi losna á næstu mánuðum.

,,Mig langar bara að vera hérna áfram, ég á margt eftir ólært. Ég elska þennan klúbb og þeir eru búnir að sína mér þvílíkt traust. Mér langar bara að launa þeim það til baka. Ég stefni á að fara erlendis en það liggur ekkert á,“ var svar Arnars við spurningu Gunnlaugs Jónssonar, í viðtali hjá Stöð 2 sport.

Í apríl fyrir á þessu ári skrifaði Arnar undir nýjan þriggja ára óuppsegjanlegan samning við Víking Reykjavík þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfiðan tíma með liðið tímabilið 2020 þar sem spilamennskan var langt undir væntingum. Það er traustið sem Arnar vísar í að hafa fundið. Hann útskýrði það í viðtali við 433.is á dögunum hversu mikilvægt það er að finna fyrir slíku trausti.

,,Það er gríðarlega mikilvægt að finna þetta traust og sérstaklega í fyrra þegar að okkur gekk illa. Ég er ekkert það heimskur að sjá það að við þjálfarar erum í starfi sem krefst úrslita og það hefði verið auðvelt að þakka mér bara fyrir samstarfið á þessum tíma. En menn héldu í trúnna. Önnur lið mættu taka þetta til sín, það er að segja hvernig stjórnin tók á þessu máli. Stjórnin sá að það var einhvað í gangi þrátt fyrir að úrslitin væru ekki að falla með okkur.“

,,Það verður samt að hafa það í huga að spilamennskan þarf að fylgja í kjölfarið. Það er slæmur kokteill ef spilamennskan er slæm og úrslitin koma ekki í kjölfarið. Sem betur fer er klókt knattspyrnuáhugafólk í stjórn Víkings sem sá að við vorum á réttri leið,” sagði Arnar sem ég tók við hann 14. október síðastliðinn.

433.is birti nærmynd af Arnari Gunnlaugssyni á föstudaginn, þar er farið ítarlega yfir tíma hans með Víking Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enski boltinn: Sanngjarn sigur Chelsea á Tottenham – Fyrsta tap Conte í deildinni

Enski boltinn: Sanngjarn sigur Chelsea á Tottenham – Fyrsta tap Conte í deildinni
433Sport
Í gær

Spænski boltinn: Real Madrid kom til baka og náði jafntefli

Spænski boltinn: Real Madrid kom til baka og náði jafntefli
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?
433Sport
Í gær

Sjáðu falleg viðbrögð Ian Wright þegar hann sá að barnabarnið hafði skorað

Sjáðu falleg viðbrögð Ian Wright þegar hann sá að barnabarnið hafði skorað
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Afar slæmt samstuð í úrvalsdeildinni – Blóð fossaði úr andliti Jensen

Sjáðu myndirnar: Afar slæmt samstuð í úrvalsdeildinni – Blóð fossaði úr andliti Jensen