Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var að vonum svekktur eftir 3-0 tap liðsins í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.
„Við fengum besta færið að mínu mati í fyrri hálfleik. Gísli Laxdal er alveg með frían skalla á fjær og auðvitað hefði það alveg breytt leiknum ef það hefðum verið við sem settum fyrsta markið. Víkingur er náttúrulega besta liðið á landinu, og líka besta liðið á landinu í að verja forystu,“ sagði Jóhannes en þrátt fyrir tapið var stjórinn vongóður á framhaldið.
„Þessi reynsla hjá þessum ungu leikmönnum hérna í dag og í síðustu leikjum í deildinni gríðarlega mikilvæg og við ætlum að halda áfram að efla þá líka,“ sagði þjálfari ÍA
Viðtalið við í heild sinni má sjá hér að neðan.