fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugsson eftir leik: „Við megum ekki sofna á verðinum“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 16. október 2021 18:04

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur er Mjólkurbikarmeistari eftir 3-0 sigur á Skagamönnum á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji titill Víkinga á tveimur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar en hann vann Íslandsmeistaratitilinn með liðinu fyrr í sumar og Mjólkurbikarinn árið 2019.

Aðspurður hvernig honum fannst leikurinn í dag spilast sagði Arnar: „Mér fannst hann mjög skemmtilegur, það vantaði smá upp á gæðin á köflum en hann var mjög skemmtilegur.

Arnar tók undir það að þetta væri frábært afrek fyrir sína menn en impraði hins vegar á því að Víkingar mættu ekki láta deigan síga þrátt fyrir að vinna tvöfalt.

Það má ekki sofna á verðinum, ég varaði við því 2019 eftir úrslitaleikinn að sofna ekki á verðinum. Við gerðum það aðeins í fyrra. Við vorum aðeins of værukærir þannig að við verðum að sjá til þess að við gerum ekki sömu mistök aftur,“ sagði Arnar í samtali við blaðamann 433.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð