fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Jón Þór verður áfram þjálfari Vestra

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 09:28

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson verður áfram þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra og mun skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta herma heimildir 433.is að vestan.

Jón Þór samdi við Vestra í júlí á þessu ári og gerði samning út nýafstaðið tímabil. Hann tók við liðinu er það var í 6. sæti Lengjudeildarinnar og skilaði því í 5. sæti í lok tímabils. Þá komst Vestri einnig í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem liðið lagði til að mynda þáverandi Íslandsmeistara Vals að velli. Undir stjórn Jóns Þórs vann Vestri átta leiki af fjórtán.

Það er ljóst að um mikinn hvalreka er að ræða fyrir Vestra en Jón Þór hefur verið orðaður við störf í efstu deild síðustu vikur.

Jón Þór hafði verið orðaður við starf hjá karlaliði Stjörnunnar í Pepsi-Max deildinni en nú er ljóst að Ágúst Gylfason verður næsti þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“