fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Jón Þór verður áfram þjálfari Vestra

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 09:28

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson verður áfram þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra og mun skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta herma heimildir 433.is að vestan.

Jón Þór samdi við Vestra í júlí á þessu ári og gerði samning út nýafstaðið tímabil. Hann tók við liðinu er það var í 6. sæti Lengjudeildarinnar og skilaði því í 5. sæti í lok tímabils. Þá komst Vestri einnig í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem liðið lagði til að mynda þáverandi Íslandsmeistara Vals að velli. Undir stjórn Jóns Þórs vann Vestri átta leiki af fjórtán.

Það er ljóst að um mikinn hvalreka er að ræða fyrir Vestra en Jón Þór hefur verið orðaður við störf í efstu deild síðustu vikur.

Jón Þór hafði verið orðaður við starf hjá karlaliði Stjörnunnar í Pepsi-Max deildinni en nú er ljóst að Ágúst Gylfason verður næsti þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Í gær

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu