fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Birta slæma skuldastöðu sína – Skulda Liverpool væna summu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuldir Barcelona aukast jafn og þétt og óvíst er hvort eða hvernig félagið getur komið sér út úr þessari skuldasúpu sem hefur safnast upp.

Skuldastaða félagsins var ekki góð þegar COVID-19 veiran fór að hrella heimsbyggðina og hafa skuldirnar aukist jafnt og þétt síðasta árið. La Vanguardia, blað í Katalóníu segir að skuldir félagsins nálgist nú milljarð evra og óvíst er hvernig félaginu tekst að greiða þær niður. Það sem gerir stöðuna verri er að 420 milljónir evra eru á gjalddaga næsta árið.

Barcelona hafði reiknað með milljarði evra í tekjur á síðustu leiktíð en COVID-19 veiran kom í veg fyrir það. Tekjufallið hefur svo haldið áfram á þessari leiktíð vegna veirunnar.

Félagið skuldar svo öðrum félögum vegna leikmannakaupa um 200 milljónir evra, þetta kemur fram í gögnum sem voru opinberuð í gær.

Þannig skuldar Barcelona Liverpool fyrir Philippe Coutinho, Barcelona keypti hann fyrir þremur árum en félagið á enn eftir að borga 25 milljónir punda af 142 milljóna punda kaupverðinu.

Félagið skuldar fleiri félögum háar upphæðir og má þar nefna 52 milljónir evra fyrir Miralem Pjanic sem kom frá Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði